Um stytturnar

GUÐIR & GYÐJUR

Grísk goðafræði var trú Forn-Grikkja. Hún byggist á útskýringum á náttúrufyrirbærum sem enginn hafði svör við, sköpun heims og manna, og af hverju lífið er eins og það er. Hver og einn guð og gyðja hafa sín einkennistákn.

LEIRVERK

Forngrísk list er þekkt fyrir flókin smáatriði, gæði og fullkomnun í list sinni.

Stytturnar hjá melba eru handgerðar og handmálaðar af grískri fjölskyldu á Krít.

AFRÓDÍTA | Ἀφροδίτη

Afródíta, Ἀφροδίτη á forngrísku, var gyðja ástar og fegurðar. Einnig var hún gyðja alls þess góða og illa í hafinu. Fólk, guðir og listamenn dáðust að ljómanum sem braust fram þegar að hún brosti eða hló.

APOLLON | Ἀπόλλων

Apollon, Ἀπόλλων á forngrísku, var kallaður sólarguðinn, hann var sá guð sem var mest tilbeðinn manna. Hann var spámaður mikill og var álitinn geta bæði læknað og verndað heilsu og sent í burtu sjúkdóma og plágur. 


ARTEMIS | Ἄρτεμις

Artemis, Ἄρτεμις á forngrísku, var gyðja veiða, náttúru og frjósemi. Einnig var hún verndari barna og kvenna við barnsburð og einnig villtra dýra. Hún verndaði ungar stúlkur allt frá fæðingu þar til þær giftu sig.

NIKÉ (THE WINGED VICTORY) OF SAMOTHRACE

Niké var gyðja sigursins, bæði í stríði og íþróttum. Niké er eitt virtasta listaverk hellenískrar grískar listar. Hún var fundin á eyjunni Samothrace árið 1863, en á hana vantaði fæturna, handleggina og höfuðið sem gefur styttunni táknræna mynd.